Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (6/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.
Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 39

Þegar Seve Ballesteros vann 2. Masters titil sinn; þá var fyrsta spurning þáverandi framkvæmdastjóra Masters, Hord Hardin árið 1983: „Seve, margir hafa spurt mig að því …. hversu hár ertu?“  Það eru til slæmar spurningar sem stundum eru við góð svör og það eru spurning sem lifa einvörðungu vegna þess hversu epískt slæmar þær eru!