Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 07:00

LET: Emily Kristine Pedersen efst e. 2. hring Lacoste Open de France

Það er danska stúlkan Emily Kristine Pedersen, sem átti besta hring ferilsins í gær og leiðir á Lacoste Open de France.

Emili lék á 6 undir pari, 64 höggum; fékk 1 örn, 6 fugla og 2 skolla.

Samtals er Emily búin að spila á 9 undir pari, 131 höggi og hefir 4 högga forystu á næsta keppanda, sem er heimakonan franska Celine Herbin.

Sjá má kynningu Golf 1 á Emily með því að SMELLA HÉR: 

T-3 eru enn eitt fransk/danska dúóið þ.e. Solheim Cup stjarnan franska Gwladys Nocera og danska stúlkan Malene Jörgensen, báðar á 4 undir pari.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Lacoste Open de France SMELLIÐ HÉR: