Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 05:11

PGA: Bubba veður út í vatnstorfæru

Nú hefir Bubba Watson bættst í „Bill Haas“-hópinn, þ.e. kylfinga sem fara úr skóm og sokkum og vaða út í vatnstorfærur og freista þess að ná boltanum úr vatninu á stórmótum.

Í þessu tilviki var boltinn ekki í vatni heldur við það. En engu að síður fór Bubba úr skó og sokk.  Fæstir hefðu gert það sem Bubba gerði.

Honum tókst ætlunarverkið náði boltanum upp og bjargaði parinu.

Til að sjá Bubba bjarga pari með því að slá bolta úr vatnstorfæru á Tour Championship 2015 SMELLIÐ HÉR: