Sólarlag á Hvaleyrinni, uppáhaldsgolfvelli Birgis Björns og einum af 100 bestu golfvöllum Evrópu. Mynd: Golf1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 20:00

LEK: Golfgleði 26. sept n.k.

Golfgleði LEK verður haldin laugardaginn, 26. september 2015 á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.
Golfgleðin er parakeppni, betri bolti, þar sem betra skor í punktum á hverri holu telur. Allir sem ná 50 ára aldri á árinu og eldri hafa keppnisrétt.

Mótsgjald er kr. 5.000 og hámarksforgjöf karla er 24 karla og kvenna 28.

Ræst verður út á öllum teigum samtímis stundvíslega kl. 14:00 og síðan verða viðeigandi mótsslit að leik loknum í golfskálanum. Þess ber að geta að í veitingasölu Keilis er gott úrval glæsilegra rétta.

Verðlaun verða veitt 12 efstu pörunum, en á meðal vinninga eru flugferðir, ferðavinningar og glæsilegar vöruúttektir, bæði golftengdar og ekki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 13. braut.
Í lokin verður dregið úr skorkortum.

Sjá nánar á www.lek.is