Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-12 á Cougar Cup

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State tóku þátt í Cougar Cup, sem fram fór í Palouse Ridge golfklúbbnum, í  Pullman hjá Washington State University.

Mótið fór fram 21.-22. september og lauk í gær.

Þátttakendur voru 12 háskólalið.

Guðrún Brá stóð sig virklega vel; lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (77 73 71) og varð T-12.

Fresno State varð í 3. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Til þess að sjá lokastöðuna í Cougar Cup SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brá er Rose City Collegiate í Aurora, Oregon þann 28. september n.k.