Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2015 | 14:07

Solheim Cup 2015: Bandarísku stúlkurnar sigruðu – USA 14 1/2 – Evrópa 13 1/2

Sveit Bandaríkjanna í Solheim Cup var rétt í þessu að sigra í Solheim Cup, sem fram fór á St. Leon Rot golfvellinum, nálægt Heidelberg, í Þýskalandi.

Allir síðustu leikirnir unnust af hálfu Bandaríkjanna.

Gerina Piller gerði úti um vonir sveitar Evrópu þegar hún vann Caroline Masson 1&0.   Þar áður var nýliðinn Alison Lee búin að vinna hina frönsku Gwladys Nocera.

Lisette Salas vann Aza Muñoz 3 &1.

Angela Stanford vann Suzann Pettersen 2&1 á hinni örlagaríku 17. holu.

Cristie Kerr vann ensku stúlkuna ungu Charley Hull 3&2.

Caroline Hedwall tapaði stærst fyrir Michelle Wie 6&4.

Paula Creamer vann heimakonuna Söndru Gal nokkuð stórt 4&3 – Hún lauk keppninni eins og hún byrjaði bleiki pardusinn … með sigri.