Ca
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 18:30

Solheim Cup 2015: Evrópa 8 – USA 5 – þremur leikjum ólokið á 2. degi

Staðan er heldur tekin að dökkna hjá evrópska liðinu í Solheim Cup.

Ekki tókst að ljúka 3 af 4 leikjum vegna myrkurs eftir hádegið á keppnisvelli St. Leon Rot og er staðan því 8:5 fyrir Evrópu.

Lítur vel út á skortöflu en það er skammgóður vermir.

Í þessum 3 leikjum eru bandarísku stúlkurnar yfir í 2 leikjum, meðan Evrópa er aðeins yfir í einum leik vegna snilldarpútts Catrionu Matthew.

Ef fram fer sem horfir að bandarísku stúlkurnar vinni í 2 leikjum og þær evrópsku í 1 leik eru þær bandarísku búnar að ná forystunni niður í 1 stig og það eru 12 eftir í pottinum í tvímenningsleikjunum, þar sem þær bandarísku eru sögulega séð sterkari.

En hvernig sem allt fer þá er spennandi lokadagur eftir á Solheim Cup.  Tekst liði Evrópu það ótrúlega að sigra 3. skiptið í röð?

Svarið fæst á morgun!

Staðan á Solheim Cup eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: