Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 08:05

Solheim Cup 2015: Evrópa 5 – USA 3

Staðan í Solheim Cup eftir að öllum leikjum föstudagsins lauk nú snemma í morgun er 5:3 Evrópu í hag

Tveimur leikjum var frestað í gær vegna myrkurs.

Leikur Lexi Thompson og Cristie Kerr g. Mel Reid og Carlotu Ciganda féll á jöfnu, sem og leikur þýsku kylfinganna Söndru Gal, sem búin er að spila eins og engill og Caroline Masson gegn Gerinu Piller og Brittney Lang frá Texas.

Mikil úrkoma var í morgun í Heidelberg, þar sem St. Leon Rot völlurinn er.

Staðan er góð fyrir lið Evrópu sem stendur 5:3, en liðið verður að hala inn eins mörgum stigum og ná góðu forskoti því sögulega séð eru þær bandarísku betri í tvímenningi og 12 þannig leikir verða á morgun, þegar úrslitin ráðast.

Nú fyrir hádegi mætast eftirfarandi stúlkur í fjórmenningsleikjunum (ens. foursomes):

Mel Reid &  Carlota Ciganda  g. Alison Lee & Michelle Wie

Charley Hull & Suzann Pettersen g. Paula Creamer & Morgan Pressel

Sandra Gal & Catriona Matthew  g.  Angela Stanford & Brittany Lincicome

Anna Nordqvist & Caroline Hedwall  g. Stacy Lewis & Gerina Piller