Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Adam Örn og Árni Björn – 19. september 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Adam Örn Stefánsson og Árni Björn Stefánsson.  Adam Örn er fæddur 19. september 1990 og á 25 ára afmæli í dag.  Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

1-Adam

Adam Örn Stefánsson (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Hinn afmæliskylfingurinn er Árn Björn Ómarsson. Hann er fæddur 19. september 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag.  Komast má á facebooksíðu hans til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

1-a-Arni

Árni Björn Ómarsson (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Blalock, 19. september 1945 (70 ára stórafmæli); Svanhildur Svavarsdóttir, 19. september 1968 (47 ára) Ryan Palmer, 19. september 1976 (39 ára); Brittany Lincicome, 19. september 1985 (30 ára stórafmæli!!!);  Garðar Kári Garðarsson, 19. september 1986 (29 ára); Melissa Reid, 19. september 1987 (28 ára); Tonje Daffinrud, (norsk spilar á LET Access) 19. september 1991 (24 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Hugmynd/Uppskrift að afmælistertu – Pavlovu (fengin á eldhussoegur.com):

Uppskrift:

4 stk eggjahvítur (stór egg)Odense marsípan
250 g flórsykur
1 tsk hvítvíns edik
160 g Marsípan (Odense ren rå marcipan)
Fylling:

1/2 líter rjómi, þeyttur
Fersk ber eða ávextir eftir smekk (t.d. jarðaber, hindber, bláber, blæjuber, rifsber)
Rifið suðusúkkulaði og örlítið af flórsykri dreift yfir berin

Ofninn stilltur á 150 gráður undir- og yfir hita. Eggjahvítur þeyttar á miðlungshraða þar til þær eru vel slegnar, þá er hraðinn aukinn og flórsykrinum blandað smátt og smátt saman við. Hvítvínsediki bætt út í. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar er marsípanið rifið með grófu rifjárni út í blandað mjög varlega saman við með sleikju. Best er að rífa lítið í einu og blanda marsípaninu þannig smátt og smátt saman við marengsinn annars er hætta að á að það fari í kekki.

Ca. 20 cm hringur teiknaður á bökunarpappír sem settur er á ofnplötu. Marengsinum er dreift á flötinn og kantarnir látnir vera aðeins hærri en miðjan. Bakað í miðjum ofni í um það bil 45 mínútur, þá er slökkt á ofninum og marengsinn látinn kólna í ofninum.

Áður en kakan er borin fram er settur þeyttur rjómi yfir marengsinn og yfir rjómann er dreift berjum, rifnu suðusúkkulaði og að lokum er örlitlum flórsykri sigtað yfir berin.