Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 07:00

PGA: Spieth splæsti pizzu og bjór á fjölmiðlamenn vegna ássins sem hann fékk!

Jordan Spieth er búinn að eiga frábært ár á PGA Tour; hefir sigrað bæði í Masters og Opna bandaríska.

Og nú bætti hann enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann fékk ás á hinni 186 yarda par-3 2. holu  golfvallar Conway Farms golfklúbbsins, þar sem BMW Championship fer fram, sem er 3. mótið í FedEx Cup umspilinu.

Þetta er 2. ásinn á ferli Spieth.

Hefð er fyrir því að sá sem fái ás splæsi drykki á þá sem eru í klúbbhúsinu.

Pizzur frá The One

Pizzur frá The One

Spieth bætti um betur bauð upp á mat og drykk.

Því miður fyrir Spieth var óvenjumargt í klúbbhúsinu, því blaðamenn kepptust hver við annan að fá viðtal og fá að heyra í stjörnunni eftir ásinn – og Spieth var eins og segir ekki að brjóta hefðirnar splæsti bjór og pizzu á allan mannskapinn frá pizzafyrirtæki sem heitir The One (eða nr. 1) m.ö.o. Ásinn!!!

Pizza og bjór reikningurinn var hár – en Spieth er frá Texas og eins og allir vita er allt stórt eða hátt í Texas …. líka reikningarnir þegar maður fer holu í höggi …. en það er s.s. allt í lagi Spieth átti fyrir honum og vel það!!!