Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 19:00

Solheim Cup 2015: St. Leon Rot völlurinn – myndskeið

Það eru margir íslenskir kylfingar sem kannast við St. Leon Rot keppnisgolfvöllinn – þar sem Solheim Cup fer fram í ár, 2015.

T.a.m. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandmeistari í höggleik 2015, en hann hefir m.a. spilað á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina þar.

St. Leon Rot er einn af 750 golfklúbbum Þýskalands. Hann var stofnaður 1997 af fyrirtækjaeigandanum Dietmar Hopp.

Mörg stór mót hafa verið haldin þar, þ.á.m. Deutsche Bank Players Championship of Europe auk þess er þar æfingasetur þýska golfsambandsins (þýs: Deutscher Golfverband)

Hönnuður vallarins er Bretinn Dave Thomas og því minnir hann á nokkrum stöðum á velli á Írlandi eða í Skotlandi.

Völlurinn er 6.541 m langur og krefjandi með mörgum glompum og vatnshindrunum.

Kynnast má vellinum nánar í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: