Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 12:00

Zach Johnson hrósar Jason Day

Tvöfaldur risamótssigurvegari  Zach Johnson hrósaði Jason Day nú fyrir 3. mót FedEx Cup umspilsins BMW Championship í Chicago.

Johnson og Day hafa verið bestu vinir frá því áður en þeir fóru báðir að taka upp á að sigra í risamótum.

Reyndar var Zach einn af þeim fyrstu til að faðma Day þegar Day sigraði á PGA Championship í sumar.

Zach bætti sigri í Opna breska við sigur sinn 2007 á Masters, meðan Day, sem hefir svo oft verið nálægt sigri náði loks að sigra á einu risamóti í ár þ.e. PGA Championship.

Ég var ánægður fyrir Jason þar sem hann er mjög góður vinur minn og hann varð að hafa fyrir sigrinum á PGA Championship, hann fór þarna út og náði sér í sigur,“ sagði Zach.

Við erum með sama umboðsaðila en jafnvel áður en Jason kom á túrinn þekkti ég hann vel og okkar vinátta hefir aðeins vaxið.

Ég er ekkert undrandi á að hann (Jason Day) hafi sigrað á Whistling og ég yrði ekkert hissa á að hann ynni fleiri risatitla þar sem hann er gæða- og hæfileikaríkur kylfingur.“

Jason veit nákvæmlega hvað hann er að gera og ef ég þyrfti myndi ég leita ráða hjá honum,“ sagði Zach.

Og ég geng svo langt að ég mun glaður segja barnabörnunum mínum að ég hafi unnið tvo risatitla á Jason Day tímabilinu.“