Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 10:00

Lindsey Vonn byrjuð m/ fyrrum kærasta Britney Spears

Lindsey Vonn er byrjuð með fyrrum kærasta Britney Spears, Charlie Ebersol og því ekki á döfinni að sambandið við Tiger verði endurlífgað.

Til Vonn og Ebersol sást tvívegis nú um helgina á US Open (í tennisnum) og fór afar vel á með þeim.

Lindsey

Turtildúfurnar voru í Heineken VIP Suite, á laugardag og komu síðan sunnudag til að horfa á úrslitaleik í karlaflokki en Lindsey er sögð mikill aðdáandi Roger Federer, eftir að þau tvö kynntust í promotional tennisleik þeirra í Sviss.

Federer hins vegar tapaði fyrir  Novak Djokovic í dramatískum leik.

Skv. ónefndum heimildarmanni pössuðu þau skötuhjúin upp á að engar myndir næðust af þeim tveimur en voru mjög náin þegar þau héldu að engin væri að fylgjast með þeim.

Þau héngu utan í hvort öðru og þetta leit út eins og neistinn af nýju sambandi.

En um leið og myndavélar voru nálægt fóru þau í sundur til þess að sjást ekki svona innileg saman.