Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Shi Hyun Ahn – 15. september 2015

Það er Shi Hyun Ahn (á kóreönsku: 안시현) sem er afmæliskylfingur dagsins er Ahn er fædd 15. september 1984 og á því 31 árs afmæli í dag! Ahn gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir á ferli sínum sigrað 1 sinni á LPGA og 1 sinni á KLPGA. Mótið sem Ahn sigraði á á LPGA mótaröðinni var CJ Nine Bridges Classic, sem fram fór í Suður-Kóreu 2003. Ahn var 19 ára, 1 mánaðar og 18 daga þegar hún vann og þar með yngsti sigurvegari á LPGA móti, sem ekki var bandarísk, í sögu mótaraðarinnar.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið 104 ára í dag); Fulton Peter Allem 15. september 1957 (58 ára); Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱), 15. september 1983 (32 ára) ….. og …..

Elfur Logadóttir (44 ára)

Halldór Jón Jóhannesson

Agöthu Christie Klúbburinn (25 ára)

Sonja Ingibjörg Einarsdóttir (54 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is