Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín, Ragnar Már og Ragin Cajuns hefja keppni í Mississippi í dag!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG eru báðir í sama háskólaliðinu í Bandaríkjunum; Louisiana Lafayette og ber golfliðið nafnið Ragin Cajuns.

Þeir hefja keppni í dag á The Sam Hall Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Hattiesburg CC, í Mississippi.

Komast má á heimasíðu golfklúbbsins, sem mótið fer fram á með því að SMELLA HÉR: 

Allir eru ræstir út á sama tíma kl 8:30 að staðartíma þ.e. kl.  13:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Haralds Franklín og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR: