Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst T-16; Gísli T-24 og Rúnar T-67 e. 1. dag í Minnesota

Þrír íslenskir kylfingar keppa í háskólamóti í bandaríska háskólagolfinu; þeir Rúnar Arnórsson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Gísli Sveinbergsson, GK en þetta er fyrsta mót Gísla í bandaríska háskólagolfinu.

Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst T-16 búinn að spila fyrstu 2 hringina á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76).

Gísli er T-24 á samatals 6 yfir pari (72 76) og Rúnar er T-67 á samtals 16 yfir pari (81 77).

Kent State, lið Gísla er T-4 í liðakeppninni ETSU, lið Guðmundar Ágústs er T-6 og Minnesota, lið Rúnars er í 14. sæti.

Sá sem er efstur í einstaklingskeppninni er Luke Kwon frá Oklahoma, sem einnig er efst í liðakeppninni;  en Kwon á eftir að ljúka spili á 2 holum á síðari hring sínum en er efstur á 3 undir pari.

Til þess að fylgjast með gengi íslensku strákanna SMELLIÐ HÉR: