LPGA: Lee og Lexi leiða e. 1. dag Evian – Fylgist með Evian risamótinu hér!
Það eru þær Lexi Thompson og Mi Hyang Lee, sem leiða eftir 1. dag á 5. og síðasta risamóts ársins í kvennagolfinu, Evian Masters.
Hin fremur óþekkta Lee komst upp að hlið Thompson seint í gær, en þá var Thompson búin að leiða framan af degi.
Báðar hafa þær leikið á 6 undir pari, 65 höggum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Lee hefir deilt forystu á fyrsta hring, en eini sigur hennar á LPGA Tour kom eftir 3 kvenna bráðabana á Mizuno Classic árið 2014 þegar hún vann með fugli á 5. holu bráðabanans.
Lee hefir spilað ágætlega í risamótum ársins í ár, var með 3 topp-17 árangra þ.á.m. varð hún T-8 á ANA Inspiration.
Aðrar sem eru ofarlega á skortöflunni eru m.a. Charley Hull, Shanshan Feng, Morgan Pressell og danska stúlkan Nicole Broch Larsen.
Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með Evian Masters með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
