Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:00

Tveggja hanska Gainey og Grillo leiða á 1. móti Web.com Tour finals

Hotel Fitness Championship er 1. mótið á Web.com Tour finals.

Það eru bandaríski kylfingurinn Tommy Gainey sem leiðir, en hann er oft nefndur tveggja hanska Gainey, auk argentínska snillingsins Emiliano Grillo.

Báðir léku þeir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Hópur 7 kylfinga deilir síðan 3. sætinu, en af þeim er eflaust þekktastur D.H. Lee – allir höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna á Hotel Fitness Championship með því að SMELLA HÉR: