Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 09:00

Hlynur T-19 og Ragnhildur T-33 fyrir lokahring DOY

Tveir íslenskir keppendur eru við keppni á Duke of York golfmótinu sem fram fer að þessu sinni á tveimur völlum á Prince’s Golf Club, Sandwich í Kent. Íslandmeistararnir í flokki 17-18 ára eru fulltrúar Íslands í þessari keppni en það eru þau Hlynur Bergsson úr GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR.

Leikið er á tveimur völlum, Shore og Dunes, en úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið fara fram árlega á þessum völlum. Vellirnir eru ekki langt frá hinum sögufræga Royal St George’s velli þar sem Opna breska hefur farið 13. sinnum fram og síðast árið 2011 þar sem Norður-Írinn Darren Clarke sigraði. Alls eru 56 keppendur.

Íslenskir kylfingar hafa verið sigursælir á þessu móti á undanförnum árum en Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) (2010), Ragnar Már Garðarsson (GKG) (2012) og Gísli Sveinbergsson (GK) (2014) hafa allir fagnað sigri á þessu móti. Rory McIlroy frá Norður-Írland, sem er í efsta sæti á heimslista atvinnukylfinga, varð annar á þessu móti árið 2004.

Leiknar eru 54 holur og er einn keppnisflokkur fyrir alla, konur og karla.

Keppni lýkur í dag en fyrir lokahringinn er Hlynur í 19. sæti búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 151 höggui (79 72)  og Ragnhildur er í 33. sæti á12 yfir pari, 154 höggum (77 77 ).

Hægt að fylgjast með okkar fólki með því að SMELLA HÉR: