Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 14:00

Tiger grínaðist með að verð á selfie-um með sér hefði hækkað

Tiger Woods fylgdist með Deutsche Bank Championship með öðru auganum, þó hann hafi ekki tekið þátt.

Með hinu fylgdist hann með Nadal tapa í tennisnum, ásamt dóttur sinni Sam.

Eftir að ljóst var að Rickie Fowler hefði sigraði á Deutsche Bank Championship tvítaði  Tiger:

Started #DeutscheBankChampionship week off by taking a selfie with @RickieFowler. The price of selfies just went up. Congrats on the W.“

(Lausleg þýðing: „Hóf vikuna á Deutsche Bank Championship með því að taka selfie með @RickieFowler. Verðið á selfie-um (þ.e. myndatökum að sjálfum sér með einhverju öðru (t.a.m. Tiger)) hækkaði. Til hamingju með V(inninginn).“