Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 08:00

Uchitel í heilauppskurð

Fyrrum hjákona Tiger Woods, Rachel Uchitel mun gangast undir heilauppskurð nú í mánuðnum skv. TMZ.

Skv. þessari slúðurfréttasíðu þá er aðgerðin nauðsynleg til þess að lagfæra Chiari, sem gerist þegar heilinn leggst á mænuna og þrýstir á hana.

U.þ.b. 50% þeirra sem gagnast undir aðgerð eru einkennalausir eftir aðgerð.

Eftir ástarsamband sitt við Woods þá giftist Uchitel fyrrum Penn State ruðningsboltahetjunni Matt Hahn.

Þau skildu árið 2012.