Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 09:00

Golfmót félags kvenna í lögmennsku – 21. september n.k.

Annað árlega golfmót FKL (félags kvenna í lögmennsku) verður haldið mánudaginn 21. september nk. á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

* Mótið er ætlað öllum konum í lögfræðingastétt – bæði byrjendum í golfi og lengra komnum. Markmiðið er að hittast og eiga góða stund saman. Í fyrra gekk mótið sérlega vel og vonumst við hjá FKL eftir enn betri þátttöku þetta árið.

* Mæting kl. 15:45 og verður ræst út frá kl. 16:00 og verða leiknar 9 holur.

* Þátttökugjald er kr. 5.000 og inní því er hressing til að hafa með sér útá völlinn, þ.á.m. hvítvínsflaska sem mun passa vel í pokann. Þá verður BBA Legal stuðningsaðili mótsins að þessu sinni og mun leggja til teiggjafir.

* Skráning er hafin og verður út fimmtudaginn 17. september og telst greiðsla á mótsgjaldi staðfesting á þátttöku (336-26-5615 og kt. 121280-2999 – kvittun á andrea@logos.is)

Vonumst til að sjá ykkur sem flestar!!!