Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 07:00

Westy spilar ekki á PGA

Martin Kaymer er ekki eini evrópski kylfingurinn, sem ekki spilar á PGA Tour 2015-16.

Lee Westwood (Westy), mun líkt og  Kaymer, einbeita sér að Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili, skv.  International Sports Management, þ.e. umboðsskrifstofu Westy.

Ólíkt Kaymer sem ekki náði 15 leikja lágmarksfjölda golfmóta til þess að viðhalda korti sínu þá spilaði Westy í öllum 15 mótunum og komst m.a. í FedEx Cup en varð T-58 á Barclays og komst því ekki áfram. Westy sem e 42 ára, tilkynnti fyrr á árinu að hann væri að ganga í gegnum lögskilnað frá konu sinni til margra ára, Laurae.  Þau eiga tvö börn.  Sjá eldri frétt  Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Þau hjónin voru flutt með krakkana til Bandaríkjanna þ.e. Palm Beach Gardens í Flórída, en nú ætlar Westy að söðla um.

Fókusinn 2016 verður að komast í 10. sinn í Ryder bikars liði og það að spila meir á Evróputúrnum gæti hjálpað honum í því efni.

Sem stendur er Westy nr. 37 á heimslistanum; eftir heldur dapran árangur á risamótunum: T-46 á Masters, T-50 á Opna bandaríska, T-49 á Opna breska og T-43 á PGA Championship.