Heimslistinn: Rory nr. 1 aftur
Rory McIlroy er aftur nr. 1 á heimslistanum. Sem stendur.
Jafnvel þó hann hafi ekki tekið þátt í 1. móti FedEx Cup umspilsins þá fór hann fram úr Jordan Spieth á Heimslistanum. Spieth sem var nr. 1 í tvær vikur vegna sigurs síns á PGA Championship náði ekki niðurskurði og fór því aftur niður í 2. sætið.
Rory hefir samt aðeins 0,14 stiga forskot. Báðir gætu fallið neðar á listanum eftir Deutsche Bank Championship mótið sem fram fer í þessari viku. Jason Day, sem vann The Barclays, gæti orðið nr. 1 ef hann sigrar á TPC Boston og ef McIlroy og Spieth verða í 3. sæti eða verra. Day er nú í 3. sæti heimslistans.
Að öðru leyti hefir staða efstu 10 á heimslistanum lítið breyst. Henrik Stenson fór úr 9. sætinu í 8. sætið og hafði sætaskipti við Rickie Fowler.
Thomas Pieters tók stærsta stökkið á heimslistanum. Hann var í 245. sætinu á heimslistanum en eftir sigur á Czech Masters fór hann upp um 104 sæti í 141. sætið.
Tiger er nú nr. 266 í heiminum og á milli Haydn Porteous og Kazuhiro Yamashita.
Hér er svo staðan á topp 10 heimslistans: 1. McIlroy, 2. Spieth, 3. Day, 4. Bubba Watson, 5. Justin Rose, 6. Jim Furyk, 7. Dustin Johnson, 8. Stenson, 9. Fowler, 10. Sergio Garcia.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
