Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2015 | 20:30

Gísli með 1 1/2 vinning í 12 1/2 – 12 1/2 jöfnum úrslitum í Jacques Leglise Trophy

Gísli Sveinbergsson, GK, sem er fyrsti kylfingurinn til þess að taka þátt í Jacques Leglise Trophy lauk leik í gær í þessu sögufræga móti.

Í mótinu keppa lið meginlands Evrópu (sem Gísli var í) gegn liði Englands&Írlands.

Í ár var jafnt með liðunum og átti Gísli þátt í þeim úrslitum, en í tvímenningsleik gærdagsins vann Gísli hálfan vinning fyrir lið sitt! Þar áður var hann búinn að vinna og tapa í fjórmenningi og sigra í tvímenningi gegn geysisterkum skoskum kylfingi Calum Fyfe.  Samtals var Gísli því með 1 1/2 vinning í Jacques Leglise.

Gísli átti frábæra leiki í keppninni!

Til þess að sjá lokastöðuna á Jacques Leglise Trophy SMELLIÐ HÉR: