Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2015 | 18:00

GA: Fannar Már og Jón Steindór sigruðu á Afmælismótinu

Alls tóku 108 manns þátt í Afmælismóti GA sem haldið var í dag. Ræst var út af öllum teigum í morgun klukkan 10:00 og sáust mögnuð tilþrif út á velli.

Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú holum vallarins, verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og svo efsta sætið í höggleik.

4.hola: Bjarni Þórhallsson 1,44 m

8.hola: Reimar 2,85 m

11.hola: Fannar Már 2,25 m

14.hola: Jón Hansen 1,24

18.hola: Stefanía Elsa HOLA Í HÖGGI

Punktakeppni:

1.sæti: Jón Steindór Árnason 41 punktur

2.sæti: Rósa Jónsdóttir 39 punktar

3.sæti: Jón Birgir Guðmundsson 38 punktar (21 seinni 9)

Höggleikur:

Fannar Már Jóhannsson 68 högg. – Fannar spilaði frábært golf í dag, fékk 9 pör, 6 birdie og 3 boogie.

Að loknu mótinu var slegið upp í heljarinnar veislu hér í klúbbhúsinu þar sem GA félagar og gestir gæddu sér að veitingum og fluttu menn tölu.

Svo sannarlega frábær dagur hjáGA í dag og þakka GA menn  öllum þeim, sem nutu hans með þeim kærlega fyrir skemmtunina.