GK: Góð skor í fyrirtækjakeppni Keilis
Í gær fór fram fyrirtækjakeppni Keilis á Hvaleyravelli. Góð þátttaka var í mótið enda voru verðlaunin ekki af verri endanum. Gafst þátttakendum tækifæri á að leika eina af nýju holum vallarins sem gekk með eindæmum vel. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni sem og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig var verðlaunað fyrir þann sem var næstur holu í tveimur höggum á 18. braut. Golfklúbburinn Keilir vill koma þakklæti sínu á framfæri til allra sem tóku þátt og á sama tíma styrktu okkur til framkvæmdanna. Hér að neðan má sjá úrslit mótsins:
Punktakeppni:
1. sæti: Hrefna Óskarsdóttir og Valdimar Friðrik Svavarsson en þau spiluðu fyrir hönd fyrirtækjasviðs Landsbankans með 47 punkta.
2. sæti: Kjartan Þór Ólafsson og Svanur Þór Eðvaldsson sem spiluðu fyrir hönd Góu með 47 punkta.
3. sæti: Sveinbjörn Jónasson og Sigvaldi Egill Lárusson sem spiluðu fyrir hönd Landsbankans með 47 punkta.
4. sæti: Anna Sólveig Snorradóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir en þær spiluðu fyrir hönd Sýni ehf með 47 punkta.
5. sæti: Benedikt Árni Harðarson og Vikar Jónasson sem spiluðu fyrir hönd Fjarðargrjóts með 46 punkta.
Nándarmælingar:
4. braut: Guðmundur Sveinbjörnsson, 1,78 m
6. braut: Ingi Rafn Jónsson, 0,60 m
10. braut: Ingvar Sigurður Jónsson, 1,52 m
16. braut: Ingvar Rafn Gunnarsson, 4,06 m
Næstur holu í tveimur höggum 18. braut: Brynjar Jóhannesson, 18 cm
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
