Sigur og tap hjá Gísla á 1. degi Jacques Leglise Trophy
Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur lokið leik á fyrsta keppnisdeginum með úrvalsliði meginlands Evrópu gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands í Jacques Leglise Trophy sem fram fer á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi.
Staðan og úrslit leikja má sjá með því að SMELLA HÉR:
Gísli tapaði naumlega 1/0 í morgun í fjórmenningnum þa sem hann lék með Tim Wilding frá Svíþjóð. Eftir hádegi lék Gísli gegn Calum Fyfe frá Skotlandi og þar sigraði Gísli nokkuð örugglega 3/2.
Úrvalslið Bretlands og Írlands er með 6 1/2 vinning gegn 5 1/2 vinningi úrvalsliðs meginlands Evrópu.
Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á þessu sögufræga móti en aðeins sterkustu áhugakylfingarnir í unglingaflokki eru valdir í þessi úrvalslið.
Í fjórmenning eru tveir kylfingar saman í liði þar sem þeir leika einum bolta til skiptis í holukeppni. Í tvímenningi mætast tveir kylfingar í holukeppni og sá sem vinnur fleiri holur á 18 holum stendur uppi sem sigurvegari.
Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valinn í þetta úrvalslið en margir af þekktustu kylfingum Evrópu hafa verið valdir í þessa keppni. Má þar nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Sergio Garcia frá Spáni.
Mótið fór fyrst fram árið 1958 og er keppnin nefnd eftir Jacques Leglise sem var forsvarsmaður í frönsku golfhreyfingunni.
Texti: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
