Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 10:00

DJ dró sig úr Barclays Pro-Am

Dustin Johnson (DJ) dró sig úr The Barclays pro-am eftir að hafa einungis hálfnað hringinn í Plainfield Country Club í New Jersey í gær, vegna veikinda, sbr. fréttatilkynningu frá PGA Tour.

Johnson, sem missti arnarpútt fyrir sigri á Opna bandaríska s.l. júní, hefir átt í vandræðum með verki fyrir brjósti síðan í s.l. viku, sagði talsmaður DJ.

Eftir að hafa spilað 7 holur í dag (í gær) þá var ljóst að hann varð að yfirgefa völlinn og hljóta eins mikla hvíld og mögulegt var fyrir opnunarhring morgundagsins (í dag).“

Hann er nú undir eftirliti læknis og vonast eftir snöggum bata. Það er þarflaust að segja að hann mun gera allt mögulegt í valdi sínu til þess að vera tilbúinn fyrir þessar mikilvægu vikur sem eru framundan (í FedEx Cup umspilinu).“

DJ er annar leikmaðurinn til að draga sig úr mótinu og fylgdi þar í fótspor PGA Championship sigurvegarans Jason Day, sem einnig dró sig úr pro-am hluta mótsins vegna bakverkja.