Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 11:30

Meistaramót lögmanna föstud. 31. ágúst n.k. í Leirunni – Fjölmennið!

Nú er komið að því að hið árlega meistaramót lögmanna verði haldið.

Það fer í ár fram á Hólmsvelli í Leiru, hjá Golfklúbbi Suðurnesja, mánudaginn 31. ágúst.

Ræst er út kl. 13:00 frá 1. og 10. teig.

Leikinn verður 18 holu höggleikur með fullri forgjöf. Einnig verður keppt án forgjafar.

Sigurvegari með forgjöf telst félagsmeistari.

Umsjónarmaður er Haukur Örn Birgisson hrl.

Skráning þarf að hafa borist fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. ágúst.

Nú er um að gera að fjölmenna, sérstaklega er skorað á kvenlögfræðinga að mæta!!!

Í fyrra fór mótið fram í blíðviðri á Garðavelli á Skaganum og kvenþátttakendur í lögmannstétt voru 3.

Takmarkið er að þeir verði fleiri en í fyrra, helst í 2 stafa tölu 🙂