Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 08:00

Rory gæti náð 1. sæti heimslistans aftur í þessari viku

Jordan Spieth er þessa dagana að komast að því að það er býsna hvasst á toppi heimslistans og allir eru að reyna að steypa honum úr sessi.

Svo er staða hans á toppi heimslistans líka veik.

T.a.m. verður hann að ná 15. sætinu í móti vikunnar eða gera betur til þess að halda toppsæti heimslistans og það jafnvel þó Rory sé ekkert að spila.

Ef maður vinnur í hverri viku þá heldur maður nr. 1 sætinu og í mínum huga er það markmiðið og nálgunin í hverju móti að reyna að sigra og síðan að halda þessu (sæti á heimslsitanum) í árabil,“ sagði Spieth.

„En aftur þetta gæti auðvitað breyst eftir 2 vikur, ég er mér þess meðvitaður.“