Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 08:30

LPGA: Ko sigraði í Kanada

Hin nýsjálenska Lydia Ko elskar Kanada og tilfinningin virðist gagnkvæm ef marka má áhorfendafjöldann sem mætti til þess að fylgjast með þessari 18 ára stúlku sem hefir gengið svo vel í heimalandi þeirra, Kanada, sl. helgi.

Ko sigraði í 3. sinn í Opna kanadíska nú eftir spennandi bráðabana við Stacy Lewis.

Ko lék á samtals 12 undir pari (67 68 69 72).

Í 2. sæti varð Stacy Lewis einnig á 12 undir pari en hún tapaði fyrir Ko í bráðabana, sem fyrr segir.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: