Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Tinna stigameistari í kvennaflokki!!!

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær þessum titli en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989.

Þrír kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin á stigalistanum í kvennaflokki en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir varð þriðja.

Tinna sigraði á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en hún sigraði á Nýherjamótinu sem var lokamót Eimskipsmótaraðarinnar um s.l. helgi.

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur oftast verið stigahæst í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni eða níu sinnum alls, þar á eftir kemur Ólöf María Jónsdóttir með sex stigameistaratitla.

Karen Guðnadóttir úr GS varð stigameistari í fyrra en hún endaði í fimmta sæti á þessu tímabili.

Efstu 20 á stigalista GSÍ eru eftirfarandi: 

1. sæti  Tinna Jóhannsdóttir, GK 6465.00
(4. sæti Egils-Gullmótið, 1. sæti Securitasmótið, 8. sæti Símamótið, 9. sæti Íslandsmótið í holukeppni, 5. sæti Íslandsmótið í golfi, 1. sæti Nýherjamótið)

2. sæti Signý Arnórsdóttir, GK  5817.50

3. sæti 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 5486.25

4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 5442.50

5. Karen Guðnadóttir, GS 4840.00

6. Heiða Guðnadóttir, GM 4733.75

7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 4620.00

8. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 3665.00

9. Berglind Björnsdóttir, GR 3665.00

10. Sunna Víðisdóttir, GR 3432.50

11. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3020.00

12. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 2258.75

13. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 2250.00

14. Þórdís Geirsdóttir, GK 2210.00

15. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 1910.00

16. Saga Traustadóttir, GR 1902.50

17. Ingunn Einarsdóttir, GKG1707.50

18. Eva Karen Björnsdóttir, GR 1408.75

19. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 1195.00

20. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA 1167.50