Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2015 | 15:00

Solheim Cup 2015: Aðstoðarfyrirliðar útnefndir

Solheim Cup í ár fer fram í St. Leon Rot klúbbnum í Þýskalandi, þ. 18.-20. september n.k.

Fyrirliði liðs Evrópu er s.s. allir vita Carin Koch og hafði hún þegar útnefnt Anniku Sörenstam sem aðstoðarfyrirliða sinn.

Nú hafa tveir aðrir bæst við og eru það Sophie Gustafsson og Maria McBride.

„Það er mikill heiður að hafa verið útnefnd aðstoðarfyrirliði,“ sagði Sophie Gustafson, sem var lykilaðstoðarmaður í Solheim Cup 2013 í Colorado, þar sem lið Evrópu vann sögulegan fyrsta sigur á bandarískri grundu.

Solheim Cup er mér tær ástríða. Maður spilar með öllu og á einn eða annan hátt ætlaði ég mér alltaf að vera í St. Leon Rot í september jafnvel þó ég hefði bara verið þar til að ná í kaffi handa Carin.“

Hin írska María McBride hefir í 5 skipti tekið þátt í Solheim Cup og er reynslubolti. Hún er með farsælan 6-10-5 record, og vann 8 ½ stig fyrir.  Hún er eiginkona golfþjálfarans Shaun McBride og á 6 ára dóttur Emily.

McBride sagði: „Þetta er mér mikill heiður og ég er stolt að hafa verið útnefnd aðstoðarfyrirliði 2015 Solheim Cup liðsins. Ég hef verið í 5 liðum, og spilað alla velli en að fá tækifæri til að hjálpa Evrópu innan frá er öðruvísi og yndislegt. Ég er mjög spennt fyrir starfinu og get ekki beðið eftir að september komi. Ég vona að ég geti fært liðinu reynslu, leiðsögn, vináttu og hlátur.