Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2015 | 19:00

Robert Damron: „Árangur Tiger næst ef hann gefst upp“

Á Fox er grein skrifuð af fyrrum PGA Tour leikmanni Robert Damron, sem ekki nokkur kjaftur man eftir í dag.

En þar sem hann virðist hafa verið nógu góður til að komast á PGA þá þykist Damron vita eitt og annað um golf.

Eitt af því sem hann setur fram í grein á Fox er að Tiger verði að gefast upp áður en árangur næst og það hafi hann einmitt gert á Wyndham.

Þ.e. ekki gefast upp í merkingingunni leggja upp laupanna; ganga af velli heldur gefa á bátinn allar breytingarnar sem hann hefir gert á öllu hjá sér; láta lönd og leið allar sveifluhugsanir og bara sveifla eins og honum er eiginlegt, sem yfirburðarkylfingi.

Sjá má grein Damron með því að SMELLA HÉR: