Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2015 | 11:00

Álitið að Obama hafi spilað 1100 klst af golfi sem forseti Bandaríkjanna

Það er álitið að Barack Obama hafi spilað 1100 klukkustundir af golfi, eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

Skv. CNN hefir hinn 54 ára Obama spilað 247 golfhringi eftir að hann tók við stöðu Bandaríkjaforseta í Hvíta Húsinu.

Þetta er farið að slaga hátt upp í þann tíma sem Dwight D. Eisenhower, Bandaríkjaforseti varði á golfvellinum en hann var sagður vera golffíkill.  Það var Eisenhower sem kom upp púttflöt fyrir framan Hvíta húsið.

Obama hefir mátt þola mikla gagnrýni fyrir golfleik og áhuga sinn. Þannig var gagnrýnt harðlega að hann fór í golf aðeins stuttu eftir að hann hafði fordæmt morð ISIS á fréttamanninum James Foley.   Það skilja þó væntanlega allir kylfingar (m.a. O) að slappa þarf af eftir slíkan hrylling!

Einn af þeim sem ekki þykist skilja upp né niður í Obama er Donald Trump forsetaframbjóðandi, sem þó á tugi golfvalla en hann setti nýlega mynd af Obama á Instagram, ásamt myndskeiði af ISIS