Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 23:00

PGA: Hinn 51 árs Davis Love III sigrar Wyndham mótið í 3. sinn!!!

Það var fyrirliði Bandaríkjanna í n.k. Ryder Cup, Davis Love III, sem sigraði í 3. sinn á Wyndham Championship mótinu nú fyrr í kvöld.

Davis Love III lék á samtals 17 undir pari (64 66 69 64).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Jason Gore, á samtals 16 undir pari.

Þriðja sætinu deildu Paul Casey, Scott Brown og Charl Schwartzel á samtals 15 undir pari, hver.

Tiger varð T-10 á samtals 13 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: