Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 16:00

Evróputúrinn: David Horsey sigraði í Made in Danmark mótinu!

Það var Englendingurinn David Horsey, sem stóð uppi sem sigurvegari í Made in Danmark mótinu á Himmerland golfvellinum.

Horsey lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (63 67 68 73).

Í 2. sæti varð Svíinn Kristoffer Broberg, á glæsilegu nýju vallameti á Himmerland 9 undir pari, 62 höggum, lokahringinn!!! Það dugði þó ekki til sigurs – Broberg varð 2 höggum á eftir Horsey, sem búinn var að leiða allt mótið.

Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Danmark SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Made in Danmark mótinu SMELLIÐ HÉR:  (Bætt við þegar myndskeiðið er til)