Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 15:00

GHD: Hlín og Dóra Kristín sigruðu í Opna kvennamóti GHD

Hið árlega Opna kvennamót GHD fór fram á Hamarsvelli á Dalvík í gær, 22. ágúst 2015.

Venju samkvæmt er keppt í tveimur flokkur forgjafarflokkum 28+ og 28- ; auk þess sem fjöldamörg önnur frábær verðlaun eru veitt t.a.m.  nándarverðlaun á öllum par-3 brautum, (einn flokkur), verðlaun fyrir lengsta teighögg í báðum flokkum auk fjölda skorkortavinninga.

Þátttakendur í ár voru 48 og skemmtu sér hið besta í því frábæra veðri sem var á Dalvík í gær.

Frábærar konur á Opna

Frábærar konur á Opna kvennamóti GHD. F.v.: Indiana Auður Ólafsdóttir, GHD; Ellen Sigurðardóttir GO; Guðlaug María Óskarsdóttir, GA og Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS. Mynd: Í eigu Indu

Sigurvegarar í ár í Opna kvennamóti GHD eru eftirfarandi:

Forgjafarflokkur +28:

1 Hlín Torfadóttir GHD 33 F 18 16  34 punktar
2 Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir GHD 27 F 15 12 27 punktar (fleiri eða 12 á seinni 9)
3 Kristbjörg Kemp GSS 34 F 16 11 27 punktar

Forgjafarflokkur -28: 

1 Dóra Kristín Kristinsdóttir GA 15 F 18 17 35 punktar
2 Bryndís Björnsdóttir GHD 23 F 17 16 33 punktar
3 Unnur Elva Hallsdóttir GA 15 F 14 18 32 punktar