Það er fallegt í Öndverðarnesinu. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:10

Sveitakeppni GSÍ 2015: GR og NK keppa um 1. sætið GÖ og GO um bronsið í 1.flokki eldri karla!

Sveitakeppni GSÍ  hjá 1. flokki eldri karla fer fram  í Öndverðarnesi.

Þar keppa rúmlega 70 kylfingar og liðin sem þátt taka eru Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Öndverðarnes, Golfklúbburinn Oddur, Nesklúbburinn, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja.

Ljóst er að það eru sveit Golfklúbbs Reykjavíkur og Nesklúbbsins sem keppir um Íslandsmeistaratitilinn á morgun.

Heimamenn (sveit Öndverðarness) og sveit Golfklúbbs Odds (GO) keppa um bronsið.

 

Sjá má úrslit allra leikja með því að SMELLA HÉR: