GK: Fyrirtækjakeppni Keilis 29. ág.nk.
Laugardaginn 29. ágúst n.k er Fyrirtækjakeppni Keilis. Þetta mót á sér langa sögu hjá golfklúbbnum Keili og er eitt aðal-fjáröflunarmót okkar hvert ár. Í ár er mótið sérstaklega veglegt, mótið er haldið til styrkar þeim miklu framkvæmdum sem Keilir stendur í þessa dagana. Enn verið er að stækka golfvöllinn og byggja þrjár nýjar holur. Framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana.
Í ár gefst einstakt tækifæri hjá keppendum að leika eina af nýju holunum, enn það er verðandi 15 holan, par 3 hola sem opnar 2017. Holan er ein sú glæsilegasta á landinu, þar sem slegið er yfir sjó til að ná inná flöt (sjá mynd í auglýsingunni)
Erum við að leita eftir stuðningi ykkar og þátttöku í mótinu.
Mótsgjaldið er 40,000 krónur, innifalið í mótsgjaldi er grillveisla og drykkur að móti loknu. Það eru tveir sem spila saman frá hverju fyrirtæki og ef vantar mannskap þá útvegum við hann.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
