Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Horsey efstur e. 1. dag í Danmörku

Það er Englendingurinn David Horsey sem er efstur eftir 1. keppnisdag Made in Denmark mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Horsey lék á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum.

Á hringnum fékk Horsey 1 örn, 7 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti er Wales-verjinn Oliver Farr á 7 undir pari og í 3. sæti Paul Lawrie á 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: