Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2015 | 07:00

Els vann Payne Stewart verðlaunin

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann Payne Stewart verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í góðgerðarmálum.

Els hefir lengi stutt einhverfa, en sonur hans er einmitt einhverfur.

NBC tók viðtal við Els eftir að kunngert var um verðlaunin og var Els m.a. spurður um hvern hann teldi geta tekið við af Tiger og unnið 14 risatitla líkt og hann.

Ernie Els sagði hvern þessara góðu nýju kylfinga á borð við Rickie Fowler, Jordan Spieth, Rory eða Brooks Koepka geta unnið risatitlana og sagðist hann þá eflaust gleyma einhverjum nöfnum í upptalningunni.

Til þess að sjá viðtal NBC við Ernie Els eftir að gert var kunnugt um Payne Stewart verðlaunin SMELLIÐ HÉR: