Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2015 | 20:00

Mamma Jason Day horfði á sigurinn úr vinnunni

Dening Day gat ekki fylgst með syni sínum á PGA Championship risamótinu í eigin persónu og horfði bara á hann úr tölvu sinni í vinnunni.

Dening Day, mamma Jason,  sigurvegara PGA Championship fór ekki til Kohler, Wisconsin.

Ég fylgdist með uppfærslunum á vefnum og það tók svolítin tíma að fá upplýsingarnar þannig að ég var mjög spennt,“ sagði Dening í samtali við ABC Radio.

Vinnufélagar mínir voru svo spenningur og þeir voru bara eins spenntir og ég og þeir vita að Jason hefir verið að bíða eftir að sigra á risamóti.“

Day varð 5. Ástralinn til þess að sigra US PGA Championship og hann innsiglaði sigurinn á glæsilegum 67 höggum.

Þetta er einnig í fyrsta sinn sem kylfingur hefir klárað mót á 20 undir pari, í risamóti.

Ég sá ekki fyrir að ég myndi fá öll þessi tvít, þannig að það er yndislegt að sjá það,“ bætti móðir Day við.

Hann hefir unnið svo hart í hverju móti, hann hefir alltaf gefið sitt besta og að sigra þetta og síðasta risamótið á árinu er frábært.“

Þar sem ég hef verið í vinnunni hef ég ekki haft tækifæri til að halda upp á þetta enn.“