Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2015 | 10:30

LPGA: Henderson enn efst f. lokahringinn

Kanadíska golfstirnið 17 ára, Brooke Henderson er enn efst fyrir lokahring Cambia Portland Classic, sem er mót vikunnar á LPGA.

Hún er búinn að spila  á samtals 18 undir pari, 198 höggum (66 67 65) og hefir 5 högga forystu á næsta keppanda.

Það er Morgan Pressel sem er í 2. sæti á samtals 13 undir pari.

Það verður spennandi að sjá hvort Henderson tekst að landa fyrsta LPGA titli sínum í kvöld!

Til þess að sjá stöðuna á Cambia Portland Classic SMELLIÐ HÉR: