Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 08:00

LPGA: Henderson nr. 1 í Portland

Í 3. skiptið á þessu keppnistímabili er hin 17 ára kanadíska golfstjarna Brooke Henderson í forystu í hálfleik þ.e. eftir 36 leiknar holur á LPGA mótinu, Cambia Portland Classic.

Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

Í 2. sæti er þýski Solheim Cup leikmaðurinn Caroline Masson aðeins 1 höggi á eftir.

Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Candie Kung frá Tapei, Jenny Shin frá S-Kóreu og Julieta Granada; allar á 9 undir pari, hver.

Ég hef verið í þessari stöðu einu sinni eða tvisvar fyrr á árinu og ég held að ég hafi lært mikið þessa helgi bara um mig sjálfa og hvernig ég fæst við pressu og hvernig ég skemmti mér í lokahópum,“ sagði Henderson brosandi.

„Ég er ánægð að vera í lokaráshópnum og vonandi get ég sett saman góða, sólíd hringi á sunnudag og laugardag.

82 leikmenn náðu pari á samtals sléttu pari, 144 höggum – Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru: Belen Mozo, Paula Creamer, Ai Miyazato, Suzanne Pettersen og Jessica Korda. 

Til þess að sjá stöðuna á Cambia Portland Classic SMELLIÐ HÉR: