Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 10:00

Tiger blótaði

Það á ekki af Tiger að ganga.

Hann var pirraður eftir 1. hring sem var vonbrigðahringur á fimmtudaginn s.l. upp á 3 yfir pari, 75 höggum – og Tiger var heilum 9 höggum á eftir forystumanni 1. dags DJ (Dustin Johnson).

Þetta varð til þess að Tiger blótaði sjálfum sér þrívegis – öskraði m.a.  ‘What the f*** is wrong with you?’ (lausleg þýðing: „Hvað í andskotanum er að þér?“) eftir að hafa skilið pútt eftir stutt frá holu. Hann gæti þurft að borga sekt fyrir að blóta.

Eftir að móti var frestað vegna slæms veðurs á 2. keppnisdegi er staðan ekki vænleg fyrir Tiger.

Hann er á 1 yfir pari og á aðeins eftir að spila 4 holur – (búinn að fá skramba, skolla og 2 fugla) – er  T-89 og allt lítur út fyrir að hann nái ekki niðurskurði í þessu risamóti fremur en öðrum risamótum, sem hann hefir spilað í á þessu ári.

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: