Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 03:45

PGA: Day og Jones efstir e. 2. dag PGA Championship – keppni frestað vegna veðurs

Það eru Jason Day og Matt Jones sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag PGA Championship.

Báðir eru á 9 undir pari, og hvorugur hefir lokið sínum hring.

Keppni var nefnilega frestað vegna veðurs.

Day á eftir óspilaðar 4 holur og Jones 6 holur.

Einn í 3. sæti er Justin Rose á 8 undir pari og á hann bara eftir að spila 1 holu af 2. hring.

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR: