Pabbi Bill Hurley III fannst látinn
Willard Hurley Jr., pabbi PGA Tour atvinnukylfingsins Billy Hurley III, fannst látinn með skotsár, sem úrskurðað hefir verið að hann hafi valdið sjálfur.
Hurley eldri framdi því sjálfsmorð.
Hann var 61 árs og dó í Virginíu.
„Ég vil þakka PGA Tour, golffréttamiðlum og öllum þeim sem veitt hafa stuðning, fyrirbænir og hvatningu,“ sagði Billy Hurley í yfirlýsingu. „PGA hefir alltaf séð vel um okkur og fjölskylda mín og ég erum þakklát fyrir það. Eins fljótt og ég sé mér fært, mun ég snúa aftur til golfsins og veita frekari komment.„
Málið er allt hið furðulegasta.
Fyrir 2 vikum, komst pabbi Billy, sem er lögreglumaður frá Leesburg, Virginíu í fréttirnar þar sem hann hafði farið að heimann án þess að láta neinn vita og svaraði ekki símhringingum fjölskyldu sinnar. Eftir að hann hafði verið týndur í 8 daga, kom sonur hans fram í fjölmiðlum grátstokkinn og bað um hjálp almennings við að hafa upp á föður sínum, rétt áður en hann átti að fara að keppa í Quicken Loans National.
Þremur dögum síðar fannst pabbinn, Willard Hurley heill á húfi í Texarkana, Texas, ómeiddur þar sem hann var að horfa á Billy spila golf á almenningsbókasafni. Hann sagði yfirvöldum að hann hefði verið „á ferðalagi.“
Billy Hurley tekur ekki þátt í PGA Championship risamótinu nú í vikunni. Honum var tilkynnt um lát föður síns s.l. miðvikudag og er nú hjá fjölskyldu sinni í Leesburg.
„Hugsanir okkar og fyrirbænir eru hjá Billy og ástvinum hans á þessum mjög svo erfiðu tímum,“ sagði framkvæmdastjóri PGA Tour, Tim Finchem. „Við syrgjum með honum eins og við myndum gera með hvern félaga í stóru PGA Tour fjölskyldu okkar.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
