Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 07:00

Birgir Leifur T-4 e. 1. dag í Finnlandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í gær á Gant Open, móti á  Áskorendamótaröð Evrópu, sem fram fer í Finnlandi, sem hann fékk boð um að taka þátt í.

Birgir byrjaði vel og lék fyrsta hringinn á -4 eða 67 höggum.

Hann er í 4. sæti ásamt fleiri kylfingum sem eru tveimur höggum á eftir efsta manni.

Þetta er 7. mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi á þessu keppnistímabili, en hann hefur náð fimmta og áttunda sæti á þessari leiktíð.

Sjá má stöðuna á Gant Open með því að SMELLA HÉR: